Jólin jólin jólin koma...

Núna 13. desember er ég búin að kaupa allar jólagjafir.  Þetta hefur nú aldrei gerst áður.  Ég þessi sleði er nú yfirleitt hlaupandi um á aðfangadag.  En nú er bara allt tilbúið.  Ég á reyndar eftir að skreyta og skrúbba.  En kort og gjafir eru tilbúnar og bíða bara eftir að komast í hendur á eigendum sínum.   Þetta er afrek.

Jólasveinninn kemur núna og það er heilmikið mál.  Afkvæmið er nú eitthvað farið að efast.  En áfram trúir hún þó.  Fékk reyndar grátkast í fyrrakvöld útaf því að ég ætlaði að láta hana sofa eina og svo kæmi bara ókunnugur karl inn um gluggann.  Í gærkveldi var það svo þannig að hún grét og grét og átti hræðilega bágt.  Það snérist um það að þegar við myndum flytja í hús á tveimur hæðum þyrfti hún að vera í kjallaranum.  Hún grét líka smá yfir því að Siggi ræfillinn þarf að vera niðri í kjallara.  Svo gat hún grátið yfir því að hún þyrfti að flytja að heiman þegar hún yrði fullorðin.  En þegar ég var búin að lofa því að flytja ekki í hús á tveimur hæðum og að hún mætti búa heima hjá mér þar til hún yrði gömul kona, sofnaði hún.   Það er erfitt að bíða eftir jólunum þegar maður er bara 7 ára.  Auglýsingarnar byrja í október og svo glymur í eyrunum á manni að jólin séu á næsta leiti. 

  En það lýtur út fyrir að við mæðgur verðum tvær á aðfangadag.  Það verður nú bara að hafa það.   Við höfum þó hundinn og köttinn.  Við ætlum að borða humar og svo ætlum við að hafa mikið af ís.  En þetta skýrist á næstu dögum.  Í næstu viku eru svo litlu jólin í skólanum og líka foreldrakaffi.  Þannig að nóg er svo sem að gera fram að jólum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 13.12.2007 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband