Hæ og hó

Ekki hefur nú mikið gerst síðan síðast. 

Við mæðgur erum á leið til Raufarhafnar 8. febrúar í helgardvöl.  Erna ætlar að leika við Stefaníu og ég ætla að skella mér á þorrablót, gaman, gaman.  Ég fer reyndar á nokkur þorrablót þetta árið.  Hér er eins og venjulega þorrablót á bóndadaginn hjá börnunum.  Nemendur leik- og grunnskólans hittast og halda þorrablót.  Svo er Hilma frænka búin að bjóða mér á þorrablótið á Þórshöfn 2. febrúar.  Ég fer svo á þorrablót á Raufarhöfn 9. febrúar og svo verður besta blótið 16. febrúar á Bakkafirði.  Nóg að gera á þorranum.  Spurning um að finna svo nokkrar hátiðir á góunni.  Ég elska þorrablót.  

 Veðrið er alltaf vitlaust hér á þessu horni.  Það er nú bara búið að vera brjálað hérna síðustu daga.  Eiginlega alveg kolvitlaust.   Spurning um að skella Pollyönnuleiknum á þetta. Núna erum við að lesa bókina Pollyönnu í skólanum.  Þessi bók er alveg hreint afbragð.  Hún er um munaðarlausa stelpu sem flyst til frænku sinnar.  Pollyanna sér það jákvæða í öllu.  Hún leikur ,,leikinn" þar sem að hún reynir alltaf að finna eitthvað jákvætt við það neikvæða.  Þetta er frábær bók jafnt fyrir börn og fullorðna.  Ekki er nú auðvelt að nálgast hana.  Hún er ekki fáanleg lengur.  En ég fékk eitt stykki lánað sem ég ætla svo að stelast til að ljósrita.  Það virðist nú vera að ég hrífist af bókum sem ekki er hægt að kaupa.  pirr, pirr...auglýsi hér með eftir bókum, Pollyönnu, Súpu fyrir sálina, og svo Baldintátubókunum.  Þetta eru bækur sem mig langar svo til að eiga.  En hef ekki fundið.  Er meira að segja búin að hringja á fornbókasölurnar.  

Ég gleymdi nú einu.  Í gær bókuðum við ferð til Tyrklands.  Sem er náttúrulega bara frábært.  Við förum saman ég og Erna ásamt Auði og Guggu.  Það sem er enn betra er að Helga og Ási verða á sama stað á sama tíma.  Tyrkland er frábært og hótelið er yndislegt.  Þetta verður eflaust enn betra en í fyrra.  LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband