Gaman...

Ég er eflaust latasti bloggar í heimiFrown En nú er þorrablót Bakkfirðinga búið.  Blótið var virkilega skemmtilegt.  Skemmtiatriðin góð og allir sáttir held ég.  Maturinn náttúrulega frábær.  Og ballið stórgott.  Þetta heppnaðist mjög vel.  Nokkuð var um leynigesti, Eyrún og Óskar komu óvænt sem og Freydísarsynir.. Eins og venjulega er börnunum hrúgað saman hér og þar.  Þannig að hægt er að segja að þau halda sitt litla þorrablót.......Ég hef nú aldrei náð eins mörgum blótum og í ár.  Ég fór á blót á Vopnafirði, Þórshöfn, Raufarhöfn og Bakkafirði....Grin

Við mæðgur fórum til Reykjavíkur um síðustu helgi.  Þetta var nokkurs konar menningarferð.  Erna fór í leikhús með ömmu sinni sá bæði Gosa og Skilaboðaskjóðuna.  En ég og pabbi skelltum okkur á Þursaflokkinn..  Það var náttúrulega bara gaman.  En ég hefði nú samt kosið að þeir væru bara einir á sviði.   Ég komst nú ekki yfir allt sem ég ætlaði að gera en geri þá bara meira um páskana.  En Fanney vinkona er að ferma svo ég fer náttúrulega suður í fermingu. 

Ég er eins og flestir vita sögusjúk...Elska góðar sögur.  Ég ætla að setja inn eina sem ég tel alveg frábæra.  Man nú ekki hvort ég var búin að koma með hana en það verður þá bara að hafa það..

Hér kemur sagan..

Sagan segir frá ungum manni sem leitar hjálpar hjá vitrum manni.  Ungi maðurinn leitar til þess vitra og segir ég leita til þín meistari af því að mér finnst svo lítið til mín koma að mig langar ekki til að gera neitt.  Mér er sagt að það séu engin not í mér ég sé klaufskur og frekar vitlaus.  Hvernig get ég bætt mig?  Hvað get ég gert til að verða metin að verðleikum?  Meistarinn sagði en hvað þetta er leiðinlegt.  En ég get ekki hjálpað þér núna fyrst verð ég að leysa mitt eigið vandamál.   En ef þú vildir hjálpa mér að leysa mitt vandamál getum við svo reynt að leysa þitt á eftir.  Með ánægju sagði ungi maðurinn stamandi en fannst enn sem hann væri ekki metinn að verðleikum og vandamálum hans skotið á frest.  Meistarinn tók svo hring af hendi sér og sagði farðu með hann á markaðinn og seldu hann.  Þú mátt alls ekki fá minna en einn gullpening fyrir hann.  Ungi maðurinn hélt af stað.  Um leið og hann kom á markaðinn fór hann að reyna að selja peninginn. Ýmsir sýndu áhuga en um leið og ungi maðurinn nefndi gullpeninginn, fóru sumir að hlægja, aðrir gengu burt.  Einhver bauð honum silfurpening.  En þrátt fyrir að hundruði manna væru á markaðnum vildi enginn kaupa hringinn á uppsettu verði.  Ungi maðurinn snéri því til baka dapur í  bragði.  Þegar hann hitti meistarann sagði hann mér þykir það leitt en það er ekki mögulegt að fá það verð sem þú baðst um.  Ég hefði kannski getað fengið tvo eða þrjá silfurpeninga en ég efast um að ég geti blekkt nokkurn í sambandi við raunvirði hringsins.  Það sem þú segir vinur er mjög mikilvægt.  Við verðum fyrst að vita hvert raunvirði hringsins er.  Farðu til gullsmiðsins og segðu honum að þig langi til að selja hringinn og spurðu hvað hann gæfi fyrir hann.  En hversu mikið sem hann býður þér skaltu ekki selja hann.  Ungi maðurinn fór og hitti gullsmiðinn.   Gullsmiðurinn viktaði, skoðaði hringinn í stækkunargleri og sagði síðan við drenginn.  Segðu honum að vilji hann selja hringinn núna strax get ég aðeins borgað 58 gullpeninga en ef hann geti beðið lengur get ég trúlega selt hann á 70 gullpeninga.  Ungi maðurinn hljóp spenntur heim til meistarans  og sagði honum hvað gerst hafði.    Meistarinn sagði þá:  Þú ert eins og þessi hringur, dýrmætur og einstakur gimsteinn.  Og sem slíkur getur þú aðeins verið metinn af sönnum sérfræðingi.  Af hverju ferðu í gegnum lífið í þeirri trú að hver sem er geti metið raunvirði þitt?

Þessi saga er stórgóð....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, þessi saga er stórgóð!  Takk fyrir þetta :)

Knús... 

SigrúnSveitó, 1.3.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband