Þannig fór það

Við mæðgur vorum ekki tvær um jólinSmile mamma og pabbi komu til okkar og voru hjá okkur í viku.  Þetta voru virkilega góð jól.  Við fengum hinn langþráða humar.   En skottan gat nú lítið borðað þar sem spennan yfir pökkunum var mikil.  Samt dáðist ég að henni þegar  pakkarnir voru að raðast undir tréð.  Hún kíkti ekki í einn einasta, hún reyndi ekki einu sinni að njósna um pakkana sem voru inn í herbergi.  Hún er nú frekar ólík móður sinni.  Ég var sú pakkasjúkasta af öllu.  Ég kíkti í pakka og pinkla eins og ég gat.  Var meira að segja orðin nokkuð góður leikari því auðvita þurfti maður að verða hissa þegar maður tók utan af pökkunum.(sem maður var löngu búinn að kanna innihald í) ..

Við fengum góðar gjafir.  Ég fékk eina bók og fullt af dóti í baðið.  Greinilegt að vinir mínir þekkja mig.  Ég fékk svo eitt stykki uppþvottavél frá mömmu og pabba.  Ég er virkilega ánægð með það.  Ég held nefnilega að það leiðinlegasta sem ég geri sé að vaska upp.   Hvernig er hægt að hafa gaman af því???  En aldrei aftur þarf ég að vaska uppGrin

Á jóladag fórum við í glæsilega veislu hjá Distu og Marinó...Matur og kökur og fínerí.  Þetta var fjölmennt boð. Allt fullt af börnum, fullorðnum og hundum.  Bara eins og best verður á kosið...  Mamma og pabbi fóru svo 28.  des heim aftur og svo kom Óli í dag og náði í stelpuna.  Þannig að yfir áramótin verðum við þrjú í kotinu.  Ég , Sigfús og Karítas (kári)...Þetta verða eflaust svipuð áramót og í fyrra.  Róleg og góð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Hljóma vel, jólin ykkar.  Og mikið kannast ég við þetta með að kíkja í pakkana...ég og Lilja laumuðumst stundum til að skoða...

Ljós&kærleikur til þín frá mér. 

SigrúnSveitó, 30.12.2007 kl. 16:02

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Gleðilegt ár, mín kæra. Takk fyrir árið sem liðið er. Kærleikur af Skaganum.

SigrúnSveitó, 1.1.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband