Nú árið er liðið

Nú er kannski ekki skrítið að maður renni yfir það sem gerst hefur á árinu.  Í gegnum hugann fljúga alls konar minningar og alls konar tilfinningar.   Þetta er búið að vera gott ár. Kannski hafa ekki átt sér stað neinir stórir atburðir.  En miðað við mörg rússibanaárin þá er það gott. 

Janúar

Janúar var rólegur og viðburðalítill.  Ekki man ég eftir neinu sérstöku sem átti sér stað.  

Febrúar

 En febrúar kom fínn og frábær með sitt árlega þorrablót.  Á blótið í ár mættu um 130 manns.  Það er ekki slæmt þega hér búa innan við 100 manns.  Þorrablótið var frábært.  Skemmtiatriðin góð og maturinn enn betri.  Hér var svo partý fram undir morgun.  

 Mars:  Ekki man ég nú eftir neinu merkilegu í mars

Apríl:  Páskar og allt sem þeim fylgir.  Við mæðgur eyddum páskunum í Reykjavík hjá ömmu og afa.  En á Reyðarfirði var svo ferming Rósu Margrétar.  Við mættum ekki þar.  En vonandi fyrirgefst okkur.  En í Reykjavíkinni fórum við á skauta og kíktum svo til Margrétar.  Þetta voru góðir páskar með fullt af páskaeggjum

Maí:Það er alltaf fjör í maí.  Skólanum lauk snemma og við kennararnir flugum til Álandseyja ásamt kennurum úr Svalbarði og kennurum frá Raufarhöfn.  Þetta var æðisleg ferð.  Skoðuðum fámenna skóla og fallegt land.  Ég ákvað nú að þarna væri ég komin heim.  Þetta var yndislegur staður.   Ég náði nú á þessari viku að fara til Finnlands, Álandseyja, Svíþjóðar og Tallinn..Geri aðrir betur.  Frábær ferð með frábæru fólki. Mér fannst ég vera komin heim.  Ekki má heldur gleyma því að ég sjálf náði þeim merka áfanga að verða 35.  Smile Hélt fína veislu og bauð góðu fólki.  Fanney vinkona og Rakel dóttir hennar (fósturdóttir mín) og hennar kærasti komu og eyddu afmælishelginni með mér. 

Siggi frændi náði þeim merka áfanga að fermast.....En þó skömm sé frá að segja þá var ég ekki viðstödd...sorry

Júní: Erna fór í sumarbúðir með Rebekku og Dóru.  Þegar sumarbúðunum lauk náði ég í þær og við fórum til Reyðarfjarðar og tókum Ísak og Óla með okkur.  Við fórum svo öll á Bakkafjörð.  Þetta var fjör.  Svona ætlaði ég nú alltaf að hafa hlutina.  Fullt hús af börnum og dýrum.  En það gengur hægt.  Þrjár stelpur saman á aldrinum 7-8 ára getur verið svolítið skelfilegt.  Þær afrekuðu þó að ég held að rífast um hvern einasta hlut sem var hér innan dyra.  En litli kútur var bara frábær.  Þegar fjögur börn, einn hundur, einn köttur og 5 kolluungar eru á einu heimili þá er fjör....LoL

 

Júlí:Ég, Óli og Erna dunduðum okkur í útilegum.  Við fórum í Atlavíkina, Akureyri og fleira. Á Akureyri fundum við hús sem var næstum ónýtt.  Auðvita heilluðumst við að því og fórum til að skoða.  Við hittum Fjólu frænku á Akureyri með börnin sín.  Það skondna var að Erna og Eva dóttir hennar voru alveg eins.   Við fórum svo á Neskaupstað og þegar lagt var af stað suður bilaði bíllinn.   Enduðum svo með ónýtan bíl á Reyðarfirði.  Robbi bjargaði okkur og lánaði bílinn sinn suður.  Við skutumst einn sólarhring á Bakkafjörð og svo til Reykjavíkur.  Þar lentum víð í alvöru rigningu.  Við hlupum út og hoppuðum í pollum eins og smákrakkar.   Þegar 27. júlí rann upp fórum við mæðgur til Tyrklands með góðu fólki.  Erna mín náði þeim merka áfanga að verða 7 ára þennan sama dag.

Ágúst  Tyrkland...Tyrkland ...Tyrkland...Við mæðgur eyddum næstum þremur vikum af ágúst í Tyrklandi.  Tyrkland er frábært land.  Markaðir , sjór, sól og sundlaugar þetta er það sem stendur uppúr.  En ekki má gleyma öllu frábæra fólkinu.  Auður herbergisfélagi var yndisleg.  Og gerði þetta að besta frí sem ég hef farið í.   Við komum svo heim beint í menningarnótt.  En auðvita þurfti einhver bjáni að stela töskunni minni á Leifsstöð..En hún kom nú á endanum.   Ég fékk svo lánaðan bílinn hans pabba og keyrði austur beint í vinnu.  Erna var eftir hjá ömmu sinni og afa í dekri.   Þau flugu svo austur og voru hjá okkur í nokkra daga.  

September Í september fengum við góðan gest.  Grétar hans Halldórs kom og gisti hjá okkur.  Við fengum að hafa hann í þrjár vikur.  Hann er einn sá besti gestur sem við höfum haft.  Érna náði nú að klemma sig á fingrinum.  Hann var ekki frýnilegur svona í byrjun en er nú að mestu kominn í lag.

Október:  Var góður mánuður og mikið gert.  Við mæðgur skelltum okkur til Reykjavíkur.  Þar fór ég á Megasartónleika.  Karlinn er þrælmagnaður.  Í skólanum var Víkingaþema sem endaði á foreldrakvöldi.   Október mánuð endaði ég á villibráðarhlaðborði á Raufarhöfn.

Nóvember

Í nóvember var hinn eini sanni Smalabiti.  það var nú aldeilis skemmtilegt.  Ingimar Darri átti líka afmæli varð 3 ára. 

Desember: kom með sínu jólastressi.  Fór til Akureyrar 8. des og keypti jólin.  Erna var hjá pabba sínum og ég  fór með Klöru og co.  Mamam og pabbi komu svo 22. des og voru hjá okkur yfir jólin.  Erna Ó eyddi svo áramótunum með pabba sínum.  Ég var enn og aftur hjá Klöru og co.  held að þau ættu að fá ummönnunnarbætur með mér....Áramótaballið hófst svo upp úr miðnætti.  Það var gott ball.  Mér tókst meira að segja að dansa.  Það gerist nú ekki oft..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Það er svo gaman að dansa :)

Kyss... 

SigrúnSveitó, 10.1.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband