Góðan dag.....

Nú er úti veður vont.  Mér finnst nú alltaf pínulítið notalegt að liggja undir sæng í brjáluðu veðri.  Það er eitthvað svo notalegt við það að hlusta á vindinn.  Ég bjó í Sörlaskjólinu í risi og þar var yndislegt að liggja í vondum veðrum.  Þegar veðrið er vont og maður liggur undir sæng í risinu á gömlu timburhúsi skapast alveg einsstök stemming.  Húsið færist til í verstu hviðunum og það brakar og brestur í öllu.  Bernskuheimili mitt var yndislegt.  Amma og afi á neðri hæðinni og ég með foreldrum mínum á efri hæðinni.  Þetta hús er svo stór partur af mér að enn í dag fer ég og kíki á það þegar ég er í Reykjavík.  Stundum keyri ég bara framhjá en oftar en ekki fer ég í gönguferð í fjörunni.  Rifja upp gamala tíma.  Þetta hús kom á sölu þegar ég var ólétt.  Ég hafði nú ekki efni á stærtókorti þá, hvað þá að kaupa heilt hús.  Þannig að ég sat með fasteignablaðið í fanginu og grenjaði eins og bjáni.  Sjálfsagt hafa hormónarnir spilað inn í .  En ég vil eignast þetta hús.  Erna mín á nú ekkert bernskuheimili sem hún á eftir að tengjast.  Við mæðgur höfum nú flutt dálítið oft.   En ég er nú meiri dramadrottning en hún.  Wink 

Enn talar fólk um þann skelfilega tíma sem ég fór í starfskynningu á Dýraspítalann í Víðidal.  Ég hafði fram að því ætlað að verða dýralæknir.  En þarna varð ég að játa mig sigraða.  Ég hringdi í alla sem ég mögulega kannaðist við til að reyna að koma út dýrum.  Ég grenjaði eins og argasta óhemja í hvert sinn sem dýr var svæft.   En ég gæti nú alveg hugsað mér að vera bóndi sem þarf ekki að vera heima frá réttum og fram yfir slátrun.  Því ef ég væri heima þá færi ekki eitt einasta dýr í sláturhúsið.   Kindurnar yrðu bara ellidauðar.  Og við ætum sojakjötLoL 

Ég ætlaði nú alltaf að eiga fullt af börnum og dýrum.  Ég á eitt barn og tvö dýr.  Þetta gengur nú ekki neitt sérlega hratt.  En ósköp er nú gaman að fylgjast með þessum dýrum mínum.  Hundurinn kom nú fyrstur.  Var búinn að vera hér í hálft ár þegar kötturinn kom.  Samt er það kötturinn sem ræður. Hundurinn er undarlegur.  Hann á kodda.  Koddinn er notaður sem risa snuð.  Hann þæfir koddann með framloppunum og sýgur hann svo þar til hann er við það að kafna.    Ekki var hann nú tekinn snemma frá móður sinni þannig að ekkert skýrir þessa undarlegu hegðun hundsins.  Þessi hundur opnar dyr, skúffur og ísskápa.  Hann náði sér í lærisneiðar í frystinn um daginn.  Var nú samt góður og gaf kettinum rækjupoka.  Það verður nú að segjast eins og er að það er dýrt að eiga hund með þennan eiginleika.

 erna jol o7 097


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband