Já fínt...

Dagurinn í dag er glænýtt ævintýr....

Veðrið gott eða þannig.  Við fórum nú samt út í gær, mæðgur.  Skelltum okkur í sleðaferð.  Ég er orðin gömul.  Ég var alveg búin eftir að draga barnið einn hring.  En við fórum svo í mat til Klöru og co.  Voðalega er nú gott að eiga svona fólk eins og þau.  Þó svo að tæknilega eigi ég ekkert í þeim.  En svona er nú gott að geta valið sér vini.  Við fórum svo í gönguferð með Sigfús og skelltum svo einni gamalli í tækið.  Myndin , Jón Oddur og Jón Bjarni er bara skemmtileg.  En Nonni kíkti svo í heimsókn.  Það er nú alveg makalaust hver mikið við getum talað.  Við höfum sama lasna húmorinn.   En án gríns þá er lítið annað hægt en að gera grín að aðstæðum.  Staðurinn er að tæmast.  Við vorum að telja í gær og síðustu 7 ár hafa horfið héðan 7 stórar fjölskyldur.  Það er mikið miðað við 100 manna stað.   En hér er best að vera.  Þetta er góður staður og hér líður mér vel.  En samt er þetta orðið erfitt.  Hér er svo óskaplega lítið af fólki.  

Minn draumur er að búa úti í sveit.  Vera með eitthvað af dýrum og svo með ferðaþjónustu.  Eiga stórt hús sem snýr út að sjó.  Helst svona bjálkahús.  Í kringum húsið eru stórar svalir. 

Dagurinn fór nú að mestu í leti.  Reyndar málaði Erna  húsgögnin í herberginu sínu.  Það varð bara úr því hin þokkalegasta útkoma.  Fékk lánaðan pensil og skellti dagblöðum á gólfið.  Ekki var nú samt laust við að gólfið væri hvítt líka. Við bökuðum svo köku og kúrðum.  Jóhanna Kristín bauð okkur í kökuveislu.  Þannig að við fengum tvær kökur þann daginn.  En eitthvað reiddist afkvæmið við mig.  Þar sem ég nennti ekki út að leika strunsaði sú stutta til plat-ömmu sinnar og klagaði.  Þar fékk hún eins og venjulega mikinn stuðning við þetta vandamál sitt.  Sem er náttúrulega bara frábært.  Hún er heppin að hafa fengið þetta fólk.  Þá erum við ekki eins einar.  Því hér eru ekki amma og afi og ekki pabbi hennar.  En við fengum Klöru og Hafliða í staðinn og erum heppnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

"Vinir eru fjölskyldan sem þú velur sjálf".  Elska þetta spakmæli. 

Knús... 

SigrúnSveitó, 27.11.2007 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband