Helgin

Ekki hefur nú mikið verið gert um helgina.  Veðrið var ekki skemmtilegt og ekki geðið heldur.   Erna og Guðrún fengu að gista saman.  Byrjuðu nú á því að fara í Skeggjastaði á föstudeginum.  Ég fékk svo símtal um þrjú þar sem móðursjúk dóttir mín tilkynnti að það væri draugur inn í húsinu og þær væru hræddar.  Ég sagði þeim að fara út til þess að taka á móti mömmunni sem var á leið heim eftir að hafa náð í bjúgun í reyk.  Ég fékk nú frekar hvatvíst svar.  ,, Ertu brjáluð við erum með köku í ofninum" Ég reyndi þá að róa afkvæmið og sagði að það væru ekki draugar þarna.  Hún var nú frekar hneyksluð og benti mér á að þær væru við hliðina á kirkjugarðinum og þar væri nú frekar margir dauðir draugar.   En þær fórnuðu kökunni og hlupu útWhistling

Þegar geðið er slæmt er fátt betra en að rústa húsinu og breyta.  Breytti svefnherberginu mínu og stofunni. Fékk mér svo einn kaldan og horfði á eldgamla kerlingamynd.   En ég er farin að hlusta á jólalögin á fullu.  Mér líkar það vel.  Þegar maður býr svona afskekkt og nær ekki að sjá jólageðveikina í bænum verður maður bara að búa hana til.  En án gríns þá var jólaskrautið sett upp í Húsasmiðjunni 20. okt.  Veit ekki hvenær Ikea byrjar, en er ekki sagt ,, Jólin byrja í Ikea"?En jafn mikið jólabarn og ég er þá finnst mér þetta túmöds..

Ég held að hundinum mínum leiðistFrown  Hann er svo undarlegur.  Hann á kodda, svona venjulegan kodda sem hann sefur með.  En hann liggur ekki á honum eins og venjulegur hundur heldur treður hann eins miklu af koddanum og hann getur upp í sig og treður svo nefinu á sér á kaf inn í koddann.  Hann gefur svo frá sér undarleg hljóð, svona eins og verið sé að kæfa hann.  En hann er að þessu sjálfur þannig að spurningin er, er hann að reyna að fremja sjálfsmorð???

Ég ætla nú að skrifa nokkur jólakort í dag og borða piparkökur.  Ég ætla líka að vona að börnin skreppi út.  Geðið í stúlkunum er ekki gott þegar þær komast ekki út.  Núna erum við Margrét að skipuleggja verslunarferð til útlanda.   Við ætlum að reyna að fara út næsta vor og versla fyrir brúðkaupið hennar og vonandi barnaföt í bunkum.   Niðurstaðan var sú að trúlega eru páskarnir besti tíminn..Við kíkjum svo á vini og ættingja í leiðinni.  Þetta er að stefna í 12 daga ferð..ekki slæmtGrin

Bílamálin mín eru enn í tómu tjóni.  Ég á ekki bíl og ég er að verða brjáluð.  Fæ innilokunarkennd yfir þessu öllu.  Þó svo að ég þurfi ekki að fara neitt, þá snýst þetta um tilfinninguna að geta farið.   Ég er nú aðeins farin að lækka kröfurnar.  Komin úr 2,5 og farin að skoða bíla  sem eru ódýrari.  Mig langar svo í nýjan bíl.  Ekki bíl sem er í steik.  Ég hef nú átt marga skondna bíla.  Skódinn sem var með bensíngjöfina tengda í öryggisbeltið, Lancerinn sem maður þurfti að starta með vírum þar sem svissbotninn var ónýtur, Súkkan sem þurfti í restina að vera lagt í brekku svo hægt væri að komast af stað á morgnanna.  Ég hef nú líka drepið nokkra sjálf.   Ég á kannski ekki að eiga fínan bíl.   Þessir bílar mínir eru svolítið duglegir við það líka að lenda utan vegar.

En nóg í bili ætla að stjana við börnin.. Eigið góðan dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Við erum með jólalögin í botni í skrifuðum orðum

Knús... 

SigrúnSveitó, 20.11.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband