Hæ og hó

Dagurinn í gær var rólegur og góður.  Rogaðist með nokkra poka af þvotti til Klöru.  Þar sem þvottavélin mín tók upp á því að losa sig við hurðina.   En þegar ég kjagaði með pokana fór ég að hugsa um þvottavélalausu árin.  Þegar við bjuggum í kjallara sem samanstóð af tveimur herbergjum og sturtuaðstöðu í þvottahúsinu.  Þegar við áttum Skodann (þá var Skodi ekki flottur), þegar við borðuðum kjötfars á brauði stundum kallaðar franskar nátthúfur eða rónasteik.  Þegar við fórum í Bónus og keyptum bara það sem var á tilboði.  Ég fékk svo þvottvél gefins sem var samsett úr hinum og þessum vélum.  Hefði eflaust fengið nafnið aegsimenspilc eða eitthvað.  Svona svipað og í laginum  með Johnny Cash þar sem gaurinn bjó til bílinn úr öllum varahlutunum.  Þetta voru erfið ár en samt þau skemmtilegustu.  Ég hef nú búið á skrítnum stöðum,  Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, flugvallarskýlinu á Bakkafirði, Skúrunum (gömul verbúð), tveimur litlum húsum, það heillar mig mest.   Ég hef alltaf elskað lítil bárujárnshús og næst á eftir þeim þá langar mig í kastala.   Svona kastala með þykkum og grófum veggjum.  Kastala sem stendur við vatn.   En það er nú lítið af þeim hér.   Whistling

 

     Í dag verður nú eitthvað meira um að vera.  Við förum í afmæli hjá Ingimar Darra og í matarboð hjá Klöru.  Svo er það náttúrulega Næturvaktin í kvöld.   Eins leiðinleg og mér fannst hún fyrst finnst mér hún frábær í dag.  Ég er reyndar að verða sjónvarpsfíkill.  Flakka á milli stöðva til að ná sem felstu.  Þetta er ömurlegt en ég ætla að fara í breytingar núna.  Ég er að hugsa um að taka jólaföndrið snemma.  Föndra bara jólakortin núna í nóv og skrifa á þau.  Í fyrra skrifaði ég síðasta jólakortið á Aðfangadag.  En nú stendur þetta allt til bóta.    Ég er búin að kaupa nokkuð margar jólagjafir og er bara frekar ánægð með mig.   Ég er samt erfið með það að ég gef alltaf gjafirnar sem ég versla til jólanna fyrir jólin.  En er nú samt að reyna að hætta.  

Jólin eru yndislegur tími.  En síðustu ár hef ég verið að hlaupa og kaupa jólin á Þorlák eða á aðfangadag.  Þetta skipulagsleysi gerir það að verkum að ég næ ekki að njóta daganna fyrir jólin.  Nú skal verða breyting á. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 11.11.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband