Dagurinn í dag er glænýtt ævintýr

Jæja ekki byrjaði dagurinn vel.  Þegar ég vaknaði var skítkalt í húsinu.   Hundurinn hafði semsagt ákveðið að skella sér út.  Og þegar maður á hund sem opnar hurðar og glugga þá er þetta dálítið flókið.  Mín skellti sér svo í fötin og fór út að leita.  Vissi svo sem hvar ég átti að leita.  Fann hann náttúrulega á sama stað og vanalega.  En þegar tíkur eru í stússi breytast hundar í geðsjúklinga.  En þetta var nú samt hressandi ganga.  Og á maður ekki að vera glaður með að geta gengið.

 Erna mín er komin heim.  Hún var í 10 daga dekri hjá pabba sínum.   Það er nú margt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast.   Ég fór á villibráðahlaðborð fyrir tveimur helgum síðan.  Það var frábært.  Maturinn yndislegur og fólkið frábært.  Og ég smakkaði kengúru í fyrsta skipti.  Sem sagt át Skippy.  En góð var hún.   Ég hitti svo allar yndislegu kerlurnar sem voru með mér í Álandseyjum.  Það fólk sem ég hef kynnst á Raufarhöfn er bara frábært.  Svo frábært að ég gæti alveg hugsað mér að flytja nær þeim.  Grin

Um síðustu helgi fór ég svo á Smalabitann.  Það var gaman.  Fámennt og góðmennt.  Þar gerðist reyndar svolítið skondið.   Ég bjó í Sörlaskjólinu frá fæðingu og fram að tvítugu.  Í bakhúsinu bjó strákur sem var 5 eða 6 árum yngri en ég .   Kannaðist ég við hann en þekkti samt ekkert að ráði.   Svo hef ég nú ekki séð drenginn í 15-20 ár.  En þegar ég mætti á ballið mæti ég dreng.  Ég vissi strax að þetta var hann og hann þekkti mig um leið.  Fyndið...Hann sem fyrir mér er bara lítill strákur er nú giftur 3 barna faðir...SKondið.

 En  nú um þessa helgi ætla ég að vera heima.  Við mæðgur ætlum að hafa það kósý. 


Hitt og þetta

Ekki er ég nú að standa mig í blogginu.  Dáist að fólki sem gefur sér tíma til að blogga daglega.  Við mæðgur skelltum okkur í menninguna um daginn.   Við fórum sem sé á Miklubrautina.  Ég fór á fundi en Erna í dekur til ömmu og afa.  Ég reyndi nú að hitta sem flesta en samt er alltaf eins og það sé of lítill tími.  Ég fór nú líka á djammið með Margréti.  Það var fínt.  Við byrjuðum á Megasar-tónleikum í höllinni.  Ég verð nú að segja að það er nú kraftur í karlinum enn.  Eftir tónleikana brunuðum við gömlu konurnar á Players.  Þar var nú hann Geirmundur að spila.  En klukkan 4 vorum við ekki búnar að fá nóg og fórum niður í miðbæ.  Þvílík vitleysa sem það nú var.  Sunnudagurinn  fór í þynnku og heimsóknir.  En ég held að ég sé að verða gömul.  En ég náði nú að fara með Auði vinkonu og skoða nokkrar íbúðir.  Fann eina voða Maríulega á Kvisthaganum.  Og fór austur með það í hausnum að gera tilboð í hana.  En svo þurfti nú endilega að koma á sölu pínulítið einbýli á Kárastíg.  Og nú skoppa ég í hringi.  Veit ekki hvað gera skal.  En Gústa lúst og Auður ætla að kíkja á þetta hús á morgun. 

Núna er fjör í skólanum.  Við erum með þemaviku sem endar svo á kvöldverði.  Nemendur bjóða foreldrum í kjötsúpu og rúgbrauð í lok vikunnar.  Gaman..gaman..

En ég er svo ekki hætt djamminu enn.  Á laugardaginn fer ég á villibráðahlaðborð á Raufarhöfn.  Helgina þar á eftir er svo Smalabitinn á Þórshöfn og svo veit maður ekki hvað gerist næst.  En það er nú samt skondið hve allt hittir á sama tímann.  Djamm margar helgar í röð og svo kemur ekkert fyrr en þorrablótið verður í vor. 

En nú er ég hætt í bili


Með sól í hjarta

Hér koma nokkur orð.  Fingurinn á Ernu er nú að taka á sig eðlilega mynd.  En er samt spurning hvort einhver nögl komi til með að vaxa.  Fóstursonurinn farinn heim til foreldra sinna.  Það er nú hálf tómlegt án hans.   En við mæðgur dúllum okkur bara.

 Nú er hér hið besta veður.  Sól úti, sól inni .....Veðrið er bara frábært.   Börnin úti á línuskautum og hlaupahjólum.   Nú er hausinn á mér fullur af því að ég þurfi að vera eins og allir aðrir og kaupa mér íbúð.  Ég hef aldrei keypt mér íbúð og komin á fertugs aldurinn.  Hef ekki grænan grun um hvers vegna.  Ég flutti nú að heiman fyrir tuttugu árum rúmum.  En ekki hef ég nú enn keypt íbúð.  Áttum reyndar lítið hús á Neskaupstað í smá tíma.  En það er horfið.  Sé nú enn eftir því.  Ég vil eignast lítið og gamalt timburhús.  Með stórum garði sem þarf lítið sem ekkert að sinna.  Helst svona garði þar sem tré og runnar fá að vaxa frjálsir. 

Samt er nú til sölu Keldulandið.  Íbúðin sem ég bjó í áður en ég flutti austur.  Það var nú voðalega gott að búa þar.  Nálægt Fossvoginum og íbúðinni fylgdi sér garður.  Þegar ég flutti haustið 2004 stóð mér til boða að kaupa hana á 11 milljónir.  Ég sagði nei takk þetta er alltof dýrt fyrir mig.  Núna er sama íbúðin til sölu á 21,5 milljónir.   Ég hefði nú alveg getað hugsað mér að nota mismuninn.  En svona er ég nú heppin.   Íbúð hér og íbúð þar.  Ég snýst í hringi með það hvar ég vill vera.  Hér er gott að vera.  En mamma og pabbi eru langt í burtu.  Við Erna erum dálítið einar hér.  En ef ég flyt til Reykjavíkur þá þarf ég að minnka við mig í húsnæði.  Ég þarf að eignast bíl.  Hér kemst ég upp með að vera bíllaus.   Ég get gengið í vinnuna, búðina og í allar þær heimsóknir sem ég þarf að fara í.

 


Dagurinn í dag

Ég er nú ekki að standa mig neitt sérlega vel í blogginu.  En nú eru smá fréttir.  Erna klemmdi sig í gær.   Hún náði nú að klemma sig vel.  Við brunuðum á Vopnafjörð með Klöru og létu sauma fingurinn saman.  Hann var nú ekki frýnilegur.  En sem betur fer var hægt að tjassla honum saman.  En trúlega er naglastæðið ónýtt.  Vonum bara það besta.'Eg verð að segja eins og er að ég er ekki mjög mikill nagli þegar kemur að svona sárum.  En læknirinn taldi mig vera það.  Sýndi mér alls konar hluti og sárið í leiðinni.  Ég hef ekki taugar í svona.  En fingurinn var saumaður saman.  Erna fékk stórar umbúðir(nokkuð sátt)  og við fórum til baka.  En Ernu fannst þessi læknir nú ekki neitt spes.  Hún fékk engin verðlaun. 

Grétar fóstursonur er enn hjá okkur.  Það er frábært að hafa hann.  Ljúfari dreng hef ég ekki kynnst.  Á miðvikudagskvöldið var skemmtun á vegum foreldra.  Farið var á hestbak , í ratleik og endað á pizzuveislu.  Allir glaðir og kátir.  Erna var í pössun hjá Nonna í dag.  Átti eitthvað erfitt og vildi ekki leika og ekki gera neitt.   Hún hefur sjálfsagt fundið til og var geðið eftir því.  Fóstursonurinn fór í Nes.

En veðrið er nú ekki með besta móti hér.  Það var meira að segja krapi á Vopnafjarðarheiði og einhver þæfingur á Sandvíkurheiði.  Það er september og hér var enn snjór í júní og sumarið kom ekki.  Þannig að ég í minni bjartsýni trúði því að það yrði vorveður fram í desember.   En ekki gekk það nú eftir.   Ég sakna sólarinnar.   Ætli maður verði þá ekki bara að vera með sól í hjarta.  Ekkert annað er í boði.


Föstudagur

Föstudagur og nokkrir klukkutímar eftir í helgarfrí.  Sú var nú tíðin að maður skipulagið helgarnar með tilheyrandi djammi og djúsi.  En nú er ég orðin gömul og róleg.  Hlakka mest til að taka húsið í gegn og slaka á.  Núna erum við með gest.  Hann Grétar er í heimsókn hjá okkur.  Pabbi hans og Óli eru gamlir vinir.  Nú eru foreldrar hans að fara að spóka sig í útlöndum.    Og við fáum að hafa drenginn á meðan.  Erna er alsæl.  Loksins kominn stóri bróðir.  Hún þráir nefnilega að eiga bróðir.  Ég á nú ekki systkini og man þessa tilfinningu vel.  Öfundaði hina af systkinunum. 

Ég skoða eins og venjulega fasteignavefina.  Í fyrra skoðaði mamma fyrir mig íbúð sem kostaði 13 milljónir.  Hún var í réttu hverfi og á góðu verði og meira að segja risíbúð.  Svona Maríu íbúð.  En ég missti af henni.  Ég var nú ekkert smá glöð þegar ég sá að hún var komin aftur á sölu.  En því miður er hún búin að hækka um 8 milljónir ..aðeins.  Hvernig er þetta hægt.  Íbúðin er óbreytt.  það er ekki búið að gera neitt við hana.  En semsagt ég hlýt að eiga að fá einhverja aðra.  

Sigfús minn er enn sami kúrarinn.  Hann getuR gert mann brjálaðan.  En hann hefur enga rýmisgreind.  Hann gerir sér enga grein fyrir því að hann er orðinn stór.  Of stór til að kúra í fanginu á manni.   Hann á það meira að segja til að troða sér ofan í kisukörfu.  Hann þarf alltaf knús klukkan 6 á morgnana.   Sem er frekar pirrandi ef maður vaknar ekki fyrr en klukkan 7.00.  Hann þarf líka alltaf knús þegar maður sest við tölvuna.  En hann er samt yndislegur..

 

 


Út með ruslið

Nú er ég sko búin að vera að henda..Heilu ruslapokarnir farnir.   Ég var eitthvað að mæðast yfir draslinu mínu í gær og sagði að þó að einhver kæmi og henti helmingnum hefði ég ekki hugmynd um hvað vantaði.....En svo í morgun var hringt í mig og mér tilkynnt að kona ein hér í sveitinni væri að henda út hjá sér dóti..Hún vissi sem var að ég var svolítið draslsjúk..Og auðvita reddaði ég mér fari út í sveit og kom heim með fullt af dóti....Ég er sjúk í dót og skrítna hluti........Undecided

En nú veðrið skárra.  Ég held að ég hafi næstum séð sólina.  Þetta er nú meira veðrið á þessu horni.  Það er eins og það hafi gleymst að senda okkur sumarið.  En ég er nú svo heppin að ég fór bara til Tyrklands og fann sólina.  Ekki virðist ég nú hafa náð að koma með hana með mér heim.  Kannski kemur bara sumar í nóvember.  Kennslan er komin á fullt og allir glaðir.   Kennsla er held ég skemmtilegasta vinna í heimi.  En ég er líka extra heppin með börn og foreldra.  Bara gaman og allir ljúfir og yndislegir.  Ég er nú búin að lenda í nokkrum óhöppum síðustu vikur.  Ég sem keypti mér bókina leyndarmálið og ætlaði svo að láta allt snúast mér í hag.  En í staðinn fer allt á hvolf... MMaaammmaabara skilur þetta ekki.  En minn tími mun koma.   Nú krossa ég fingur og vona að draumabíllinn standi á tröppunum hjá mér.   Ég ætla að fá hann....Gull skoda og hann þarf að vera dísel, meira að segja helst með fjórhjóladrifi.  Ég er orðin leið á druslubílum sem bila á kílómeters fresti....

Raunveruleg auðævi hvers manns felast í því góða sem hann eða hún lætur af sér leiða.

 


Komin heim í heiðardalinn

Ég er komin heimGrin  Kom heim um síðustu helgi og hef verið að vinna síðan.  Hef ekki einu sinni haft fyrir því að heyra í vinum og vandamönnum.  En ég átti yndislegt sumarfrí.  Ég fór með vinum mínum til Tyrklands og það var að ég held besta ferð sem ég hef farið í.  Ég, Auður vinkona og Erna vorum saman í íbúð.  Ég hef aldrei haft betri ferðafélaga.  Tyrkland er yndislegt land.  Fólkið skemmtilegt, veðrið frábært, maturinn góður og sjórinn hlýr.  Landslagið er stórkostlegt.   Við fórum í bátaferð sem var stórkostleg.  Erna mín hoppaði og skoppaði um allt og naut sín vel.   Hún er sund og sjósjúk og kom helst ekki upp úr nema þá til að borða.  Ég verð nú að segja eins og er að fyrir þessa ferð var ég hálf smeyk.  Ég var nú farin að ímynda mér að Tyrkir myndu ræna börnum og þar sem mín snúlla er ljós væri hún nú tilvalinn ránsfengur.  En þetta voru óþarfa áhyggjur.   Tyrkir eru ágengir en þetta er partur af ferðinni og var ég alveg komin upp á lag með að prútta.  Maður skellir í sig þremur bjórum og heldur svo af stað á markaðinn.  Trúið mér það virkar.. 

 Erna mín eignaðist nú tvo kærasta í þessari ferð.  Einn heitir Þorsteinn og er nú vænsti piltur en kannski aðeins of gamall fyrir Ernu.   Hinn var 7 ára eins og Erna  og lýst mér nú betur á það.   Ég þurfti nú að kaupa mér nýja tösku í ferðinni sökum þess hve mikið ég verslaði.  Errm  En nú á ég líka þessa fínu tösku.   Landið er eins og áður var sagt frábært, hótelið sem við vorum á var mjög flott.  Stór og góð herbergi og húsgögn og allt mjög flott.  Starfsfólkið var frábært og garðurinn góður.  Þetta vaaaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrr fráááááábæææææææææært

Ekki fórum við til Efesus (sem er talið vera elliheimilið þar sem María mey eyddi síðustu dögunum)  Ég ætla bara að skoða það næst þegar ég fer til Tyrklands.   Gat ekki lagt það á afkvæmið að vera tæpa 7 tíma í rútu í 40 stiga hita.  Eitt sem var alveg stórundarlegt í þessari ferð.  Draumarnir voru svakalegir.  Mig hefur aldrei dreymt jafn mikið. 

Nú er nóg komið af skrifum um Tyrkland.  Sigfús minn er enn hjá Óla.  Ég á bara eftir að redda ferð fyrir hann yfir.  En kötturinn Karítas/Kærleikur er heima.  Færir manni endalaust fugla.  Ég er búin að hengja á hann nokkrar bjöllur en samt kemur hann með fuglana.  Miðað við lætin þegar kattar- ræfillinn gengur um þá hljóta þeir fuglar sem hann kemur með að vera heyrnaskertir.  Mamma og Pabbi komu í heimsókn á föstudaginn, skiluðu barninu og tóku bílinn sinn.  Minn bíll er nefnilega látinn og fékk ég pabba bíl lánaðan til þess að komast heim.  Nú dreymir mig um Skoda Oktaviu díselbíl helst gulllitaðan (ósk Ernu). 

Nú er sú skipulagða kona sem ég er farin að kaupa jólagjafir.  Keypti nokkrar úti og nokkrar í bænum.  Þetta fer allt að koma.  Flestir ráðleggja mér nú að hætta að gefa börnum sem búið er að ferma.  En ég er sjálf svo pakkasjúk að ég get ekki hugsað mér það.  Aumingja börnin mega fá sína pakka frá mér á meðan ég lifi.  Alveg er ég viss um að okkur öllum langaði enn í jólapakka þó að við værum orðin 14 ára.  


Hugsun

 

 

Reyndu ekki að fá fólk til að elska þig, einbeittu þér heldur að því að verða sá maður sem fólk getur elskað.“

 

Eins og þeir vita sem þekkja mig er ég bókasjúk.  Les allt sem ég kemst í .  Núna er ég að lesa bókina Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn.  Þetta er frábær bók.  Ég á samt eina uppáhaldsbók sem heitir Súpa fyrir sálina.  En því miður er hvergi hægt að fá þessa bók.  Ef einhver veit um auka eintak þá má láta mig vita.  Ég hef leitað á fornbókasölum, ég hef leitað í öllum þeim bókabúðum sem ég veit um hringinn í kringum landið.  En hún bara finnst ekkiFrown

Ein af mínum uppáhalds úr þessari bók er sagan: Hvíl í friði ég hef mikið lesið þessa bók fyrir nemendur mína og alltaf er hægt að lesa sömu sögurnar aftur og aftur.

Fjórðabekkjarstofan hennar Donnu var alveg eins og aðrar kennslustofur sem ég hef komið í.  Nemendur sátu í fimm röðum, sex manns í hverri.  Kennaraborðið fremst og stóllinn snéri í  átt að börnunum.  Á korktöflunni mátti sjá verk nemenda.  Að flestu leyti virtist stofan því vera ósköp dæmigerð.  Þó fannst mér eitthvað vera öðruvísi þegar ég kom þar í fyrsta sinn. Það var engu líkara en einhver spenna væri í lofti.

Donna var margreyndur kennari í litlum bæ í Michigan og átti að fara á eftirlaun eftir aðeins tvö ár.  Auk þess var hún sjálfboðaliði í starfsþjálfunarnámskeiði sem ég hafði skipulagt og hrundið af stað.  Þjálfunin fólst í tileinkun nýrra hugmynda um tengsl tungumáls og lista sem átti að auka nemendum sjálfstraust og skerpa sjálfsmynd þeirra.  Verkefni Donnu var að koma á fundina og koma þátttakendum af stað þegar hugmyndirnar höfðu verið kynntar.  Mitt starf var á hinn bóginn að heimsækja skóla og hvetja fólk til að hrinda hugmyndunum í framkvæmd.  Ég settist í auðan stól aftast í stofunni og fylgdist með.  Nemendurnir , tíu ára gamlir, voru allir að vinna að ákveðnu verkefni og skrifuðu hugsanir sínar og hugmyndir í stílabækur.  Sú sem sat næst mér skrifaði í sífellu: ,, Ég get ekki."

,,Ég get ekki sparkað boltanum út fyrir vítateig."

,,Ég get ekki deilt með fjögurra stafa tölum."

,,Ég get ekki fengið Debbie til að þola mig."

Blaðsíðan var hálfskrifuð og hún virtist ekki vera á þeim buxunum að hætta strax.  Ákveðin og þrjósk hélt hún sínu striki.  Ég gekk um stofuna og leit í bækur nemendanna.  Allir voru að skrifa setningar um það sem þeir gátu ekki.  ,,Ég get ekki gert tíu armbeygjur."   ,,Ég get ekki kastað boltanum yfir girðinguna."  ,,Ég get ekki látið eina smáköku nægja." Nú var ég orðinn forvitinn og afréð að spyrja kennarann hvað um væri að vera.  Þegar ég nálgaðist hana sá ég að hún var líka að skrifa.  Ég taldi best að trufla hana ekki.  ,, Ég get ekki fengið mömmu hans Johns til að koma og tala við mig."  ,, Ég get ekki fengið dóttur mína til að taka bensín."   ,,Ég get ekki fengið Alan til að nota orð í staðinn fyrir hnefann."  Ég gafst upp við að reyna að skilja hvers vegna nemendur og kennari eyddu tímanum í hið neikvæða í stað þess að skrifa jákvæðar fullyrðingar á borð við ,,'Eg get".  Því settist ég bara aftur og hélt áfram að fylgjast með.  Nemendur skrifuðu í tíu mínútur í viðbót.  Flestir fylltu út blaðsíðuna og sumir byrjuðu á nýrri.

Ljúkið setningunni sem þið eruð að gera og ekki byrja á nýrri  voru orðin sem Donna notaði til að gefa merki um að verkefninu væri lokið.  Síðan var nemendum skipað að brjóta blöðin sín í tvennt og koma með þau.  Þegar að kennaraborðinu kom stungu þeir ,, Ég  get ekki "fullyrðingunum sínum í tóman  skókassa.  Þegar allir höfðu skilað verkefnunum sínum lét Donna sitt blað einnig í skókassann.  Svo lokaði hún honum , stakk honum undir hendina og gekk út  og fram á gang.  Nemendurnir eltu kennara sinn og ég elti nemendurna.  Á miðjum gangi stöðvaðist skrúðgangan.  Donna fór inn í herbergi húsvarðarins, gramsaði þar um stund og kom út með skóflu.  Með skókassann í annarri hendi og skóflu í hinni þrammaði hún svo ásamt börnunum út úr skólanum og út á leikvöll.  Þar í endanum fjærst skólanum fóru þau að grafa.  Þau ætluðu að grafa ,,Ég get ekki" blöðin sín.  Gröfturinn tók meira en tíu mínútur vegna þess að flest börnin vildu fá að prófa.  Þegar holan var orðin um einn meter á dýpt vr verkinu lokið.  Kassanum var komið fyrir á botninum og síðan mokað yfir.  Þrjátíu og eitt barn, 10-11 ára gamalt stóð umhverfis nýju gröfina.  Hvert þeirra átti að minnsta kosti eitt blað af ´,,Ég get ekki" þarna niðri í jörðinni.  Sömuleiðis kennarinn.  Nú bað Donna þau að lúta höfði og haldast í hendur.  Nemendur hlýddu því umyrðalaust.  Þeir mynduðu hring um gröfina og tóku hver í annars hönd.  Svo lutu þeir höfði og biðu.  Donna flutti útfararræðu.

Vinir, við erum hér saman komin til að heiðra minningu ,,ÉG get ekki".  Meðan hún var hér á meðal okkar snerti hún líf okkar allra, mismikið þó.  Nafn hennar hefður því miður borið á góma í hverri einustu opinberu stofnun, skólum, ráðhúsum, og þinghúsum.  Við höfum nú fundið ,,Ég get ekki" legstað og stein með viðeigandi grafskrift.  Eftir lifa systkini hennar ,,Ég get" , ,,Ég skal", og ,, Ég ætla að gera það strax" Þau eru ekki eins vel þekkt og hin fræga systir þeirra og að sönnu hvorki jafnsterk né jafnáhrifamikil.  En með okkar hjálp munu þau ef til vill setja svip sinn á heiminn einhvern daginn.  Megi ,,ÉG get ekki" hvíla í friði og megi hver sá sem hér er staddur hefja líf sitt að nýju og halda áfram án hennar.  Amen.

Þegar ég heyrði þessi orð varð mér ljóst að þessum degi myndu börnin aldrei gleyma. Athöfnin var táknræn, eins konar líking.  Þetta var lífsreynsla sem að eilífu yrði brennd í huga þeirra sem fyrir henni höfðu orðið.  Að skrifa ,,Ég get ekki" , grafa það og hlusta á útfararræðu.  Þetta var merkileg tilraun hjá kennaranum.  Og hún var ekki búin.  Þegar ræðan var á enda lét hún nemendur snúa sér við, þrammaði á undan þeim inn í skólann aftur  og hélt líkvöku.  Þau héldu upp á dauða ,,ÉG get ekki" með smákökum, poppkorni og ávaxtasafa.  Donna skar út stóran legstein úr pappa.  Svo skrifaði hún efst Ég get ekki og svo hvíl í friði í miðjuna.  Pappírslegsteinninn var svo hengur upp í skólastofunni.  Sjaldan kom fyrir að nemendur gleymdu sér en þegar það gerðist og einhver sagði ,,Ég get ekki" benti Donna á legsteininn.  Þá mundi barnið að ,,Ég get ekki " var dautt og umorðaði setninguna.  Ég var ekki einn af nemendum Donnu.  Hún var nemandi minn.  Samt lærði ég mikið af henni þennan dag. Núna, mörgum árum síðar, sé ég fyrir mér útför að hætti fjórða bekkjar þegar einhver segir ég get ekki.

  Chick Moorman

Einu sinni las ég sögu.  Það er langt síðan . Ég man ekki hvað hún heitir eða í hvaða bók hún var.  En hún fær mig oft til að hugsa um sjálfan mig.  Sagan var um stóran fíl sem var bundinn við pínulítinn trjábút.  Lítill drengur var á göngu með föður sínum og spyr pabba sinn hvers vegna fíllinn slíti ekki spottann eða rífi upp drumbinn.  Fíllinn var bæði stór og sterkur og hefði hæglega geta slitið sig lausan, en af einhverri ástæðu gerði hann það ekki.  Faðirinn sagði drengnum frá því að þegar fíllinn var bara lítill var hann bundinn við þennan sama staur.  Hann rykti og togaði í spottann og reyndi allt hvað hann gat til að losna en ekkert gekk.  Þá var spottinn sterkari en litli fíllinn.  Litli fíllinn gafst upp og sætti sig við örlög sín.  Hann stækkaði og varð stór og stæðilegur fíll.  En þrátt fyrir að hann stækkaði svo mikið að hann hefði hæglega geta slitið sig lausan gerði hann það aldrei.  Það var búið að sannfæra hann um að hann gæti það ekki.

 

Eins og sést er ég sögusjúk...En eigið góðan dag og ég ætla að fara út að leita að sólinni


Farin

Jamm og já...Nú er orðið hálf tómt í kotinu.  Á föstudaginn fórum við með ungana niður í fjöru og slepptum þeim.  Fjórir tóku strax til við að synda og fundu sér fljótlega kollu.  Einn sökk og virtist ekki geta synt og ekki heldur geta gengið.  Óli ætlaði nú að taka ungann og lina þjáningar hans.  En snúllan mín fékk óstöðvandi grátkast og neitaði að láta ungann af hendi.  Ég skyldi hana svo vel.  Var nákvæmlega eins sjálf..  Þannig að unginn var tekinn með aftur og keyrt í Nes. Sigga dýravinur tók að sér ungann sem braggaðist fljótlega og var ættleiddur af önd sem er ábúandi í Nesi. 

ola myndavél sumar 07 230

Fósturbörnunum var svo skilað á laugardeginum.  Ég segi það satt að þrjár stúlkur á aldrinum 6-7 ára er skelfing.  Það voru endalaus rifrildi og læti.  En ég verð að segja að litli kútur var auðveldastur.  Hann var hress og kátur allan tímann og sagði ég móður hans að hann væri velkominn í heimsókn hvenær sem er.  En þegar við vorum að fara og drengurinn kominn í hendurnar á foreldrum sínum varð hann öskureiður.  Hann ætlaði með okkur til baka.... Greinilega dálítið ruglaður í kollinum .....

 Nú er síðasta vikan í vinnunni og svo kemur frí...Jibbíjei..Ég hlakka mikið til. 


Dýr

Góðan dag. 

Nú er að bætast í fjörið.  Fyrir utan þrjú fósturbörn, tvo gesti, einn hund og einn kött þá hafa bæst við fimm æðarkolluungar.  Það var fjör í nótt.  Ungarnir læstir inn í herbergi því hundurinn hefur þann ljóta sið að opna allar hurðar sem hann nær í.  Þar sem ég mundi eftir að læsa herberginu hjá ungunum gleymdi ég að læsa mínu herbergi.  Vaknaði sem sagt í nótt með hund og kött í rúminu til viðbótar við það sem var fyrir.  Þetta er frábært líf.  Í morgun fórum við svo með ungana í heimsókn á leikskólann það var fjör.  Ungarnir fengu rækjur og brauð.  Á eftir á svo að setja ungana í bað.  Grin

Veðrið ætlar nú ekkert að fara að skána.  Sólin er týnd.  Ég auglýsi hér með eftir henni.  En það hlýtur að skána veðrið í dag eða á morgun.   

Þegar veðrið er leiðinlegt eru börnin ekki eins mikið úti.  Það hefur í för með  sér inniveru 4-5 barna á aldrinum 2-7 ára.  Geðið var ekki gott.  Þannig að kvöldmaturinn var eldaður snemma, sundföt og náttföt sett í poka og eftir matinn var brunað í sund.  Sundlaugin á Vopnafirði er besta sundlaug í heimi.  Við vorum þar til tíu.  Krílin fóru svo beint í náttfötin og svo var miðstöðin kynt vel.  Þegar heim var komið voru allir dasaðir.  Fengu kvöldkaffi og fóru svo beina leið í háttin.  Frábært trix. 

Ég er nú eins og flestir vita sem þekkja mig, dýravinur mikill.  Ég er miður mín yfir þessari meðferð sem aumingjans hundurinn fékk á Akureyri.    Hvað er að fólki sem getur tekið lifandi veru og misþyrmt henni þar til hún deyr?  Ég heyrði reyndar einhvern tímann að flestir raðmorðingjar sögunnar pyntuðu dýr þegar þeir voru ungir.  En eins og ég er nú reið yfir þessum verknaði þá vakna samt spurningar hjá mér...Hvað er drengurinn er saklaus og yfir hann og hans fjölskyldu ganga endalausar svívirðingar og jafnvel morðhótanir.  Eigandi hundsins er nú einna skynsamastur..Hann vill að lögreglan rannsaki málið...Því segi ég þið sem eruð alveg að missa ykkur af reiði slakið á og leyfið lögreglunni að vinna í málinu í friði...

Takk og bless í bili

Höfuðmálið í þessum heimi er ekki hvar við erum stödd heldur á hvaða leið við erum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband