25.10.2007 | 16:40
Hitt og þetta
Ekki er ég nú að standa mig í blogginu. Dáist að fólki sem gefur sér tíma til að blogga daglega. Við mæðgur skelltum okkur í menninguna um daginn. Við fórum sem sé á Miklubrautina. Ég fór á fundi en Erna í dekur til ömmu og afa. Ég reyndi nú að hitta sem flesta en samt er alltaf eins og það sé of lítill tími. Ég fór nú líka á djammið með Margréti. Það var fínt. Við byrjuðum á Megasar-tónleikum í höllinni. Ég verð nú að segja að það er nú kraftur í karlinum enn. Eftir tónleikana brunuðum við gömlu konurnar á Players. Þar var nú hann Geirmundur að spila. En klukkan 4 vorum við ekki búnar að fá nóg og fórum niður í miðbæ. Þvílík vitleysa sem það nú var. Sunnudagurinn fór í þynnku og heimsóknir. En ég held að ég sé að verða gömul. En ég náði nú að fara með Auði vinkonu og skoða nokkrar íbúðir. Fann eina voða Maríulega á Kvisthaganum. Og fór austur með það í hausnum að gera tilboð í hana. En svo þurfti nú endilega að koma á sölu pínulítið einbýli á Kárastíg. Og nú skoppa ég í hringi. Veit ekki hvað gera skal. En Gústa lúst og Auður ætla að kíkja á þetta hús á morgun.
Núna er fjör í skólanum. Við erum með þemaviku sem endar svo á kvöldverði. Nemendur bjóða foreldrum í kjötsúpu og rúgbrauð í lok vikunnar. Gaman..gaman..
En ég er svo ekki hætt djamminu enn. Á laugardaginn fer ég á villibráðahlaðborð á Raufarhöfn. Helgina þar á eftir er svo Smalabitinn á Þórshöfn og svo veit maður ekki hvað gerist næst. En það er nú samt skondið hve allt hittir á sama tímann. Djamm margar helgar í röð og svo kemur ekkert fyrr en þorrablótið verður í vor.
En nú er ég hætt í bili
Athugasemdir
SigrúnSveitó, 5.11.2007 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.