Með sól í hjarta

Hér koma nokkur orð.  Fingurinn á Ernu er nú að taka á sig eðlilega mynd.  En er samt spurning hvort einhver nögl komi til með að vaxa.  Fóstursonurinn farinn heim til foreldra sinna.  Það er nú hálf tómlegt án hans.   En við mæðgur dúllum okkur bara.

 Nú er hér hið besta veður.  Sól úti, sól inni .....Veðrið er bara frábært.   Börnin úti á línuskautum og hlaupahjólum.   Nú er hausinn á mér fullur af því að ég þurfi að vera eins og allir aðrir og kaupa mér íbúð.  Ég hef aldrei keypt mér íbúð og komin á fertugs aldurinn.  Hef ekki grænan grun um hvers vegna.  Ég flutti nú að heiman fyrir tuttugu árum rúmum.  En ekki hef ég nú enn keypt íbúð.  Áttum reyndar lítið hús á Neskaupstað í smá tíma.  En það er horfið.  Sé nú enn eftir því.  Ég vil eignast lítið og gamalt timburhús.  Með stórum garði sem þarf lítið sem ekkert að sinna.  Helst svona garði þar sem tré og runnar fá að vaxa frjálsir. 

Samt er nú til sölu Keldulandið.  Íbúðin sem ég bjó í áður en ég flutti austur.  Það var nú voðalega gott að búa þar.  Nálægt Fossvoginum og íbúðinni fylgdi sér garður.  Þegar ég flutti haustið 2004 stóð mér til boða að kaupa hana á 11 milljónir.  Ég sagði nei takk þetta er alltof dýrt fyrir mig.  Núna er sama íbúðin til sölu á 21,5 milljónir.   Ég hefði nú alveg getað hugsað mér að nota mismuninn.  En svona er ég nú heppin.   Íbúð hér og íbúð þar.  Ég snýst í hringi með það hvar ég vill vera.  Hér er gott að vera.  En mamma og pabbi eru langt í burtu.  Við Erna erum dálítið einar hér.  En ef ég flyt til Reykjavíkur þá þarf ég að minnka við mig í húsnæði.  Ég þarf að eignast bíl.  Hér kemst ég upp með að vera bíllaus.   Ég get gengið í vinnuna, búðina og í allar þær heimsóknir sem ég þarf að fara í.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Kannski hugsarðu of mikið.  Kannski væri gott að Let go and Let God.  Bara hugmynd.  

Ást... 

SigrúnSveitó, 5.10.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband