Dagurinn í dag er glænýtt ævintýr

Jæja ekki byrjaði dagurinn vel.  Þegar ég vaknaði var skítkalt í húsinu.   Hundurinn hafði semsagt ákveðið að skella sér út.  Og þegar maður á hund sem opnar hurðar og glugga þá er þetta dálítið flókið.  Mín skellti sér svo í fötin og fór út að leita.  Vissi svo sem hvar ég átti að leita.  Fann hann náttúrulega á sama stað og vanalega.  En þegar tíkur eru í stússi breytast hundar í geðsjúklinga.  En þetta var nú samt hressandi ganga.  Og á maður ekki að vera glaður með að geta gengið.

 Erna mín er komin heim.  Hún var í 10 daga dekri hjá pabba sínum.   Það er nú margt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast.   Ég fór á villibráðahlaðborð fyrir tveimur helgum síðan.  Það var frábært.  Maturinn yndislegur og fólkið frábært.  Og ég smakkaði kengúru í fyrsta skipti.  Sem sagt át Skippy.  En góð var hún.   Ég hitti svo allar yndislegu kerlurnar sem voru með mér í Álandseyjum.  Það fólk sem ég hef kynnst á Raufarhöfn er bara frábært.  Svo frábært að ég gæti alveg hugsað mér að flytja nær þeim.  Grin

Um síðustu helgi fór ég svo á Smalabitann.  Það var gaman.  Fámennt og góðmennt.  Þar gerðist reyndar svolítið skondið.   Ég bjó í Sörlaskjólinu frá fæðingu og fram að tvítugu.  Í bakhúsinu bjó strákur sem var 5 eða 6 árum yngri en ég .   Kannaðist ég við hann en þekkti samt ekkert að ráði.   Svo hef ég nú ekki séð drenginn í 15-20 ár.  En þegar ég mætti á ballið mæti ég dreng.  Ég vissi strax að þetta var hann og hann þekkti mig um leið.  Fyndið...Hann sem fyrir mér er bara lítill strákur er nú giftur 3 barna faðir...SKondið.

 En  nú um þessa helgi ætla ég að vera heima.  Við mæðgur ætlum að hafa það kósý. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband