Dagurinn í dag

Ég er nú ekki að standa mig neitt sérlega vel í blogginu.  En nú eru smá fréttir.  Erna klemmdi sig í gær.   Hún náði nú að klemma sig vel.  Við brunuðum á Vopnafjörð með Klöru og létu sauma fingurinn saman.  Hann var nú ekki frýnilegur.  En sem betur fer var hægt að tjassla honum saman.  En trúlega er naglastæðið ónýtt.  Vonum bara það besta.'Eg verð að segja eins og er að ég er ekki mjög mikill nagli þegar kemur að svona sárum.  En læknirinn taldi mig vera það.  Sýndi mér alls konar hluti og sárið í leiðinni.  Ég hef ekki taugar í svona.  En fingurinn var saumaður saman.  Erna fékk stórar umbúðir(nokkuð sátt)  og við fórum til baka.  En Ernu fannst þessi læknir nú ekki neitt spes.  Hún fékk engin verðlaun. 

Grétar fóstursonur er enn hjá okkur.  Það er frábært að hafa hann.  Ljúfari dreng hef ég ekki kynnst.  Á miðvikudagskvöldið var skemmtun á vegum foreldra.  Farið var á hestbak , í ratleik og endað á pizzuveislu.  Allir glaðir og kátir.  Erna var í pössun hjá Nonna í dag.  Átti eitthvað erfitt og vildi ekki leika og ekki gera neitt.   Hún hefur sjálfsagt fundið til og var geðið eftir því.  Fóstursonurinn fór í Nes.

En veðrið er nú ekki með besta móti hér.  Það var meira að segja krapi á Vopnafjarðarheiði og einhver þæfingur á Sandvíkurheiði.  Það er september og hér var enn snjór í júní og sumarið kom ekki.  Þannig að ég í minni bjartsýni trúði því að það yrði vorveður fram í desember.   En ekki gekk það nú eftir.   Ég sakna sólarinnar.   Ætli maður verði þá ekki bara að vera með sól í hjarta.  Ekkert annað er í boði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni...sól, bara sól

SigrúnSveitó, 22.9.2007 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband