Föstudagur

Föstudagur og nokkrir klukkutímar eftir í helgarfrí.  Sú var nú tíðin að maður skipulagið helgarnar með tilheyrandi djammi og djúsi.  En nú er ég orðin gömul og róleg.  Hlakka mest til að taka húsið í gegn og slaka á.  Núna erum við með gest.  Hann Grétar er í heimsókn hjá okkur.  Pabbi hans og Óli eru gamlir vinir.  Nú eru foreldrar hans að fara að spóka sig í útlöndum.    Og við fáum að hafa drenginn á meðan.  Erna er alsæl.  Loksins kominn stóri bróðir.  Hún þráir nefnilega að eiga bróðir.  Ég á nú ekki systkini og man þessa tilfinningu vel.  Öfundaði hina af systkinunum. 

Ég skoða eins og venjulega fasteignavefina.  Í fyrra skoðaði mamma fyrir mig íbúð sem kostaði 13 milljónir.  Hún var í réttu hverfi og á góðu verði og meira að segja risíbúð.  Svona Maríu íbúð.  En ég missti af henni.  Ég var nú ekkert smá glöð þegar ég sá að hún var komin aftur á sölu.  En því miður er hún búin að hækka um 8 milljónir ..aðeins.  Hvernig er þetta hægt.  Íbúðin er óbreytt.  það er ekki búið að gera neitt við hana.  En semsagt ég hlýt að eiga að fá einhverja aðra.  

Sigfús minn er enn sami kúrarinn.  Hann getuR gert mann brjálaðan.  En hann hefur enga rýmisgreind.  Hann gerir sér enga grein fyrir því að hann er orðinn stór.  Of stór til að kúra í fanginu á manni.   Hann á það meira að segja til að troða sér ofan í kisukörfu.  Hann þarf alltaf knús klukkan 6 á morgnana.   Sem er frekar pirrandi ef maður vaknar ekki fyrr en klukkan 7.00.  Hann þarf líka alltaf knús þegar maður sest við tölvuna.  En hann er samt yndislegur..

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

úff, gæti ekki hugsað mér lífið án systkina minna. Man hvað dóttir mín þráði einmitt systkini þegar hún var yngri...og í dag óskar hún þeim stundum út í hafsauga en getur svo ekki án þeirra verið.

Knús&kærleikur... 

SigrúnSveitó, 14.9.2007 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband