Út með ruslið

Nú er ég sko búin að vera að henda..Heilu ruslapokarnir farnir.   Ég var eitthvað að mæðast yfir draslinu mínu í gær og sagði að þó að einhver kæmi og henti helmingnum hefði ég ekki hugmynd um hvað vantaði.....En svo í morgun var hringt í mig og mér tilkynnt að kona ein hér í sveitinni væri að henda út hjá sér dóti..Hún vissi sem var að ég var svolítið draslsjúk..Og auðvita reddaði ég mér fari út í sveit og kom heim með fullt af dóti....Ég er sjúk í dót og skrítna hluti........Undecided

En nú veðrið skárra.  Ég held að ég hafi næstum séð sólina.  Þetta er nú meira veðrið á þessu horni.  Það er eins og það hafi gleymst að senda okkur sumarið.  En ég er nú svo heppin að ég fór bara til Tyrklands og fann sólina.  Ekki virðist ég nú hafa náð að koma með hana með mér heim.  Kannski kemur bara sumar í nóvember.  Kennslan er komin á fullt og allir glaðir.   Kennsla er held ég skemmtilegasta vinna í heimi.  En ég er líka extra heppin með börn og foreldra.  Bara gaman og allir ljúfir og yndislegir.  Ég er nú búin að lenda í nokkrum óhöppum síðustu vikur.  Ég sem keypti mér bókina leyndarmálið og ætlaði svo að láta allt snúast mér í hag.  En í staðinn fer allt á hvolf... MMaaammmaabara skilur þetta ekki.  En minn tími mun koma.   Nú krossa ég fingur og vona að draumabíllinn standi á tröppunum hjá mér.   Ég ætla að fá hann....Gull skoda og hann þarf að vera dísel, meira að segja helst með fjórhjóladrifi.  Ég er orðin leið á druslubílum sem bila á kílómeters fresti....

Raunveruleg auðævi hvers manns felast í því góða sem hann eða hún lætur af sér leiða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband