Komin heim í heiðardalinn

Ég er komin heimGrin  Kom heim um síðustu helgi og hef verið að vinna síðan.  Hef ekki einu sinni haft fyrir því að heyra í vinum og vandamönnum.  En ég átti yndislegt sumarfrí.  Ég fór með vinum mínum til Tyrklands og það var að ég held besta ferð sem ég hef farið í.  Ég, Auður vinkona og Erna vorum saman í íbúð.  Ég hef aldrei haft betri ferðafélaga.  Tyrkland er yndislegt land.  Fólkið skemmtilegt, veðrið frábært, maturinn góður og sjórinn hlýr.  Landslagið er stórkostlegt.   Við fórum í bátaferð sem var stórkostleg.  Erna mín hoppaði og skoppaði um allt og naut sín vel.   Hún er sund og sjósjúk og kom helst ekki upp úr nema þá til að borða.  Ég verð nú að segja eins og er að fyrir þessa ferð var ég hálf smeyk.  Ég var nú farin að ímynda mér að Tyrkir myndu ræna börnum og þar sem mín snúlla er ljós væri hún nú tilvalinn ránsfengur.  En þetta voru óþarfa áhyggjur.   Tyrkir eru ágengir en þetta er partur af ferðinni og var ég alveg komin upp á lag með að prútta.  Maður skellir í sig þremur bjórum og heldur svo af stað á markaðinn.  Trúið mér það virkar.. 

 Erna mín eignaðist nú tvo kærasta í þessari ferð.  Einn heitir Þorsteinn og er nú vænsti piltur en kannski aðeins of gamall fyrir Ernu.   Hinn var 7 ára eins og Erna  og lýst mér nú betur á það.   Ég þurfti nú að kaupa mér nýja tösku í ferðinni sökum þess hve mikið ég verslaði.  Errm  En nú á ég líka þessa fínu tösku.   Landið er eins og áður var sagt frábært, hótelið sem við vorum á var mjög flott.  Stór og góð herbergi og húsgögn og allt mjög flott.  Starfsfólkið var frábært og garðurinn góður.  Þetta vaaaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrr fráááááábæææææææææært

Ekki fórum við til Efesus (sem er talið vera elliheimilið þar sem María mey eyddi síðustu dögunum)  Ég ætla bara að skoða það næst þegar ég fer til Tyrklands.   Gat ekki lagt það á afkvæmið að vera tæpa 7 tíma í rútu í 40 stiga hita.  Eitt sem var alveg stórundarlegt í þessari ferð.  Draumarnir voru svakalegir.  Mig hefur aldrei dreymt jafn mikið. 

Nú er nóg komið af skrifum um Tyrkland.  Sigfús minn er enn hjá Óla.  Ég á bara eftir að redda ferð fyrir hann yfir.  En kötturinn Karítas/Kærleikur er heima.  Færir manni endalaust fugla.  Ég er búin að hengja á hann nokkrar bjöllur en samt kemur hann með fuglana.  Miðað við lætin þegar kattar- ræfillinn gengur um þá hljóta þeir fuglar sem hann kemur með að vera heyrnaskertir.  Mamma og Pabbi komu í heimsókn á föstudaginn, skiluðu barninu og tóku bílinn sinn.  Minn bíll er nefnilega látinn og fékk ég pabba bíl lánaðan til þess að komast heim.  Nú dreymir mig um Skoda Oktaviu díselbíl helst gulllitaðan (ósk Ernu). 

Nú er sú skipulagða kona sem ég er farin að kaupa jólagjafir.  Keypti nokkrar úti og nokkrar í bænum.  Þetta fer allt að koma.  Flestir ráðleggja mér nú að hætta að gefa börnum sem búið er að ferma.  En ég er sjálf svo pakkasjúk að ég get ekki hugsað mér það.  Aumingja börnin mega fá sína pakka frá mér á meðan ég lifi.  Alveg er ég viss um að okkur öllum langaði enn í jólapakka þó að við værum orðin 14 ára.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 27.8.2007 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband