Hugsun

 

 

Reyndu ekki að fá fólk til að elska þig, einbeittu þér heldur að því að verða sá maður sem fólk getur elskað.“

 

Eins og þeir vita sem þekkja mig er ég bókasjúk.  Les allt sem ég kemst í .  Núna er ég að lesa bókina Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn.  Þetta er frábær bók.  Ég á samt eina uppáhaldsbók sem heitir Súpa fyrir sálina.  En því miður er hvergi hægt að fá þessa bók.  Ef einhver veit um auka eintak þá má láta mig vita.  Ég hef leitað á fornbókasölum, ég hef leitað í öllum þeim bókabúðum sem ég veit um hringinn í kringum landið.  En hún bara finnst ekkiFrown

Ein af mínum uppáhalds úr þessari bók er sagan: Hvíl í friði ég hef mikið lesið þessa bók fyrir nemendur mína og alltaf er hægt að lesa sömu sögurnar aftur og aftur.

Fjórðabekkjarstofan hennar Donnu var alveg eins og aðrar kennslustofur sem ég hef komið í.  Nemendur sátu í fimm röðum, sex manns í hverri.  Kennaraborðið fremst og stóllinn snéri í  átt að börnunum.  Á korktöflunni mátti sjá verk nemenda.  Að flestu leyti virtist stofan því vera ósköp dæmigerð.  Þó fannst mér eitthvað vera öðruvísi þegar ég kom þar í fyrsta sinn. Það var engu líkara en einhver spenna væri í lofti.

Donna var margreyndur kennari í litlum bæ í Michigan og átti að fara á eftirlaun eftir aðeins tvö ár.  Auk þess var hún sjálfboðaliði í starfsþjálfunarnámskeiði sem ég hafði skipulagt og hrundið af stað.  Þjálfunin fólst í tileinkun nýrra hugmynda um tengsl tungumáls og lista sem átti að auka nemendum sjálfstraust og skerpa sjálfsmynd þeirra.  Verkefni Donnu var að koma á fundina og koma þátttakendum af stað þegar hugmyndirnar höfðu verið kynntar.  Mitt starf var á hinn bóginn að heimsækja skóla og hvetja fólk til að hrinda hugmyndunum í framkvæmd.  Ég settist í auðan stól aftast í stofunni og fylgdist með.  Nemendurnir , tíu ára gamlir, voru allir að vinna að ákveðnu verkefni og skrifuðu hugsanir sínar og hugmyndir í stílabækur.  Sú sem sat næst mér skrifaði í sífellu: ,, Ég get ekki."

,,Ég get ekki sparkað boltanum út fyrir vítateig."

,,Ég get ekki deilt með fjögurra stafa tölum."

,,Ég get ekki fengið Debbie til að þola mig."

Blaðsíðan var hálfskrifuð og hún virtist ekki vera á þeim buxunum að hætta strax.  Ákveðin og þrjósk hélt hún sínu striki.  Ég gekk um stofuna og leit í bækur nemendanna.  Allir voru að skrifa setningar um það sem þeir gátu ekki.  ,,Ég get ekki gert tíu armbeygjur."   ,,Ég get ekki kastað boltanum yfir girðinguna."  ,,Ég get ekki látið eina smáköku nægja." Nú var ég orðinn forvitinn og afréð að spyrja kennarann hvað um væri að vera.  Þegar ég nálgaðist hana sá ég að hún var líka að skrifa.  Ég taldi best að trufla hana ekki.  ,, Ég get ekki fengið mömmu hans Johns til að koma og tala við mig."  ,, Ég get ekki fengið dóttur mína til að taka bensín."   ,,Ég get ekki fengið Alan til að nota orð í staðinn fyrir hnefann."  Ég gafst upp við að reyna að skilja hvers vegna nemendur og kennari eyddu tímanum í hið neikvæða í stað þess að skrifa jákvæðar fullyrðingar á borð við ,,'Eg get".  Því settist ég bara aftur og hélt áfram að fylgjast með.  Nemendur skrifuðu í tíu mínútur í viðbót.  Flestir fylltu út blaðsíðuna og sumir byrjuðu á nýrri.

Ljúkið setningunni sem þið eruð að gera og ekki byrja á nýrri  voru orðin sem Donna notaði til að gefa merki um að verkefninu væri lokið.  Síðan var nemendum skipað að brjóta blöðin sín í tvennt og koma með þau.  Þegar að kennaraborðinu kom stungu þeir ,, Ég  get ekki "fullyrðingunum sínum í tóman  skókassa.  Þegar allir höfðu skilað verkefnunum sínum lét Donna sitt blað einnig í skókassann.  Svo lokaði hún honum , stakk honum undir hendina og gekk út  og fram á gang.  Nemendurnir eltu kennara sinn og ég elti nemendurna.  Á miðjum gangi stöðvaðist skrúðgangan.  Donna fór inn í herbergi húsvarðarins, gramsaði þar um stund og kom út með skóflu.  Með skókassann í annarri hendi og skóflu í hinni þrammaði hún svo ásamt börnunum út úr skólanum og út á leikvöll.  Þar í endanum fjærst skólanum fóru þau að grafa.  Þau ætluðu að grafa ,,Ég get ekki" blöðin sín.  Gröfturinn tók meira en tíu mínútur vegna þess að flest börnin vildu fá að prófa.  Þegar holan var orðin um einn meter á dýpt vr verkinu lokið.  Kassanum var komið fyrir á botninum og síðan mokað yfir.  Þrjátíu og eitt barn, 10-11 ára gamalt stóð umhverfis nýju gröfina.  Hvert þeirra átti að minnsta kosti eitt blað af ´,,Ég get ekki" þarna niðri í jörðinni.  Sömuleiðis kennarinn.  Nú bað Donna þau að lúta höfði og haldast í hendur.  Nemendur hlýddu því umyrðalaust.  Þeir mynduðu hring um gröfina og tóku hver í annars hönd.  Svo lutu þeir höfði og biðu.  Donna flutti útfararræðu.

Vinir, við erum hér saman komin til að heiðra minningu ,,ÉG get ekki".  Meðan hún var hér á meðal okkar snerti hún líf okkar allra, mismikið þó.  Nafn hennar hefður því miður borið á góma í hverri einustu opinberu stofnun, skólum, ráðhúsum, og þinghúsum.  Við höfum nú fundið ,,Ég get ekki" legstað og stein með viðeigandi grafskrift.  Eftir lifa systkini hennar ,,Ég get" , ,,Ég skal", og ,, Ég ætla að gera það strax" Þau eru ekki eins vel þekkt og hin fræga systir þeirra og að sönnu hvorki jafnsterk né jafnáhrifamikil.  En með okkar hjálp munu þau ef til vill setja svip sinn á heiminn einhvern daginn.  Megi ,,ÉG get ekki" hvíla í friði og megi hver sá sem hér er staddur hefja líf sitt að nýju og halda áfram án hennar.  Amen.

Þegar ég heyrði þessi orð varð mér ljóst að þessum degi myndu börnin aldrei gleyma. Athöfnin var táknræn, eins konar líking.  Þetta var lífsreynsla sem að eilífu yrði brennd í huga þeirra sem fyrir henni höfðu orðið.  Að skrifa ,,Ég get ekki" , grafa það og hlusta á útfararræðu.  Þetta var merkileg tilraun hjá kennaranum.  Og hún var ekki búin.  Þegar ræðan var á enda lét hún nemendur snúa sér við, þrammaði á undan þeim inn í skólann aftur  og hélt líkvöku.  Þau héldu upp á dauða ,,ÉG get ekki" með smákökum, poppkorni og ávaxtasafa.  Donna skar út stóran legstein úr pappa.  Svo skrifaði hún efst Ég get ekki og svo hvíl í friði í miðjuna.  Pappírslegsteinninn var svo hengur upp í skólastofunni.  Sjaldan kom fyrir að nemendur gleymdu sér en þegar það gerðist og einhver sagði ,,Ég get ekki" benti Donna á legsteininn.  Þá mundi barnið að ,,Ég get ekki " var dautt og umorðaði setninguna.  Ég var ekki einn af nemendum Donnu.  Hún var nemandi minn.  Samt lærði ég mikið af henni þennan dag. Núna, mörgum árum síðar, sé ég fyrir mér útför að hætti fjórða bekkjar þegar einhver segir ég get ekki.

  Chick Moorman

Einu sinni las ég sögu.  Það er langt síðan . Ég man ekki hvað hún heitir eða í hvaða bók hún var.  En hún fær mig oft til að hugsa um sjálfan mig.  Sagan var um stóran fíl sem var bundinn við pínulítinn trjábút.  Lítill drengur var á göngu með föður sínum og spyr pabba sinn hvers vegna fíllinn slíti ekki spottann eða rífi upp drumbinn.  Fíllinn var bæði stór og sterkur og hefði hæglega geta slitið sig lausan, en af einhverri ástæðu gerði hann það ekki.  Faðirinn sagði drengnum frá því að þegar fíllinn var bara lítill var hann bundinn við þennan sama staur.  Hann rykti og togaði í spottann og reyndi allt hvað hann gat til að losna en ekkert gekk.  Þá var spottinn sterkari en litli fíllinn.  Litli fíllinn gafst upp og sætti sig við örlög sín.  Hann stækkaði og varð stór og stæðilegur fíll.  En þrátt fyrir að hann stækkaði svo mikið að hann hefði hæglega geta slitið sig lausan gerði hann það aldrei.  Það var búið að sannfæra hann um að hann gæti það ekki.

 

Eins og sést er ég sögusjúk...En eigið góðan dag og ég ætla að fara út að leita að sólinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Yndislegar sögur, hef lesið þær hjá þér áður en þær verða aldrei of oft kveðnar.  Takk, krúttið mitt

SigrúnSveitó, 4.7.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband