Farin

Jamm og já...Nú er orðið hálf tómt í kotinu.  Á föstudaginn fórum við með ungana niður í fjöru og slepptum þeim.  Fjórir tóku strax til við að synda og fundu sér fljótlega kollu.  Einn sökk og virtist ekki geta synt og ekki heldur geta gengið.  Óli ætlaði nú að taka ungann og lina þjáningar hans.  En snúllan mín fékk óstöðvandi grátkast og neitaði að láta ungann af hendi.  Ég skyldi hana svo vel.  Var nákvæmlega eins sjálf..  Þannig að unginn var tekinn með aftur og keyrt í Nes. Sigga dýravinur tók að sér ungann sem braggaðist fljótlega og var ættleiddur af önd sem er ábúandi í Nesi. 

ola myndavél sumar 07 230

Fósturbörnunum var svo skilað á laugardeginum.  Ég segi það satt að þrjár stúlkur á aldrinum 6-7 ára er skelfing.  Það voru endalaus rifrildi og læti.  En ég verð að segja að litli kútur var auðveldastur.  Hann var hress og kátur allan tímann og sagði ég móður hans að hann væri velkominn í heimsókn hvenær sem er.  En þegar við vorum að fara og drengurinn kominn í hendurnar á foreldrum sínum varð hann öskureiður.  Hann ætlaði með okkur til baka.... Greinilega dálítið ruglaður í kollinum .....

 Nú er síðasta vikan í vinnunni og svo kemur frí...Jibbíjei..Ég hlakka mikið til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, njóttu frísins sem tekur við eftir þessa viku.  Hér var vinnan að hefjast í dag...verð reyndar í vikufríi um versló...annars er bara vinna framundan...en það er líka alveg ljómandi.

SigrúnSveitó, 2.7.2007 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband