Dýr

Góðan dag. 

Nú er að bætast í fjörið.  Fyrir utan þrjú fósturbörn, tvo gesti, einn hund og einn kött þá hafa bæst við fimm æðarkolluungar.  Það var fjör í nótt.  Ungarnir læstir inn í herbergi því hundurinn hefur þann ljóta sið að opna allar hurðar sem hann nær í.  Þar sem ég mundi eftir að læsa herberginu hjá ungunum gleymdi ég að læsa mínu herbergi.  Vaknaði sem sagt í nótt með hund og kött í rúminu til viðbótar við það sem var fyrir.  Þetta er frábært líf.  Í morgun fórum við svo með ungana í heimsókn á leikskólann það var fjör.  Ungarnir fengu rækjur og brauð.  Á eftir á svo að setja ungana í bað.  Grin

Veðrið ætlar nú ekkert að fara að skána.  Sólin er týnd.  Ég auglýsi hér með eftir henni.  En það hlýtur að skána veðrið í dag eða á morgun.   

Þegar veðrið er leiðinlegt eru börnin ekki eins mikið úti.  Það hefur í för með  sér inniveru 4-5 barna á aldrinum 2-7 ára.  Geðið var ekki gott.  Þannig að kvöldmaturinn var eldaður snemma, sundföt og náttföt sett í poka og eftir matinn var brunað í sund.  Sundlaugin á Vopnafirði er besta sundlaug í heimi.  Við vorum þar til tíu.  Krílin fóru svo beint í náttfötin og svo var miðstöðin kynt vel.  Þegar heim var komið voru allir dasaðir.  Fengu kvöldkaffi og fóru svo beina leið í háttin.  Frábært trix. 

Ég er nú eins og flestir vita sem þekkja mig, dýravinur mikill.  Ég er miður mín yfir þessari meðferð sem aumingjans hundurinn fékk á Akureyri.    Hvað er að fólki sem getur tekið lifandi veru og misþyrmt henni þar til hún deyr?  Ég heyrði reyndar einhvern tímann að flestir raðmorðingjar sögunnar pyntuðu dýr þegar þeir voru ungir.  En eins og ég er nú reið yfir þessum verknaði þá vakna samt spurningar hjá mér...Hvað er drengurinn er saklaus og yfir hann og hans fjölskyldu ganga endalausar svívirðingar og jafnvel morðhótanir.  Eigandi hundsins er nú einna skynsamastur..Hann vill að lögreglan rannsaki málið...Því segi ég þið sem eruð alveg að missa ykkur af reiði slakið á og leyfið lögreglunni að vinna í málinu í friði...

Takk og bless í bili

Höfuðmálið í þessum heimi er ekki hvar við erum stödd heldur á hvaða leið við erum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband