Dagur eitt

Nú fáið þið að vita allt um mitt líf.  Ég ætla að bulla og babla hér á næstunni.  Það er nú ekki víst að ég verði dugleg í sumar, en þegar haustar að verð ég án efa dugleg.  Það er lítið sem maður hefur að gera hér á veturna.   Hér tæmast húsin eitt af öðru.  Ætli ég verði ekki ein eftir.  Vonandi fer nú eitthvað að gerast sem breytir þessari þróun.   En reyndar er ég búin að finna stað sem mig langar virkilega mikið til að kynnast betur.  Það eru Álandseyjar.   Þetta er fallegur staður.  Húsin þarna eru eins og í myndunum um Saltkráku og Börnin í Ólátagarði ...Lítil falleg rauð hús með hvítum gluggum.  Ég fór til Álandseyja í lok maí.  Ég fór með kennurum úr Grunnskólanum á Raufarhöfn, Svalbarði og svo okkur hér á Bakkafirði.  Þetta var frábær ferð með frábæru fólki. 

Núna er húsið heima hjá mér fullt af börnum.  Óli er í heimsókn og við erum með Rebekku, Halldóru og Ísak.  Þetta er hellings fjör.  Inga Lóa kemur svo líka og er með okkur.  Ég væri nú alveg til í að eiga stóran hóp af börnum.  Ætlaði nú aldrei að eiga bara eitt.  Það er nefnilega hundleiðinlegt að vera einkabarn.   Frown

Veðrið hér er hundleiðinlegt, rok og rigning.  En ég fer nú í sólina í lok júlí og var nú samt að heyra það að það væri hitabylgja í Tyrklandi.  Það er nú ekki mjög gott að þurfa að vera inni á hóteli allan tímann ef hitinn er of mikill..  En það er nú enn mánuður þangað til að ég fer þannig að vonandi verður veðrið aðeins betra eða á ég að segja verra.   Ég fer með Ernu Ó og Gústu og co, og Helgu og co og Auði.  Þetta verður frábær ferð.  Ég er nú búin að vera pínulítið smeyk við að fara vegna frétta af barnsránum.  En ákvað svo að láta af þessum ótta.  Ég bara passa barnið mitt vel og nýt ferðarinnar.   Ég er ákveðin í að læra köfun þarna úti.  Ég kafaði hér um árið á Portúgal og það var frábært.  Eins og þeir vita sem þekkja mig er ég spakmæla sjúk.  Ég hef hugsað mér að láta eitt og eitt fljóta með.  Hér kemur það fyrsta.

Bless í bili og njótið dagsins

 

Verði maður fyir sorg má maður ekki segja: hvers vegna þurfti þetta að koma fyrir mig?  Nema maður leggi sömu spurningu fram í hvert sinn sem maður gleðst yfir einhverju.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband